Helgistundin mín

 

Í ljósi þess að kirkjur hafa í síauknum mæli brugðist við ástandinu í heiminum með því að senda frá sér myndbönd og streymi var ákveðið að safna saman efni á eina síðu til þess að fólk gæti notið þess. Vídalínskirkja, Bessastaðakirkja, Víðstaðakirkja, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarkirkja og Ástjarnarkirkja tóku sig saman og útbjuggu efni þar sem þemað var vatn. Vatn tengist lífinu og í Biblíunni er það oft tengt andanum. Hér má finna hugvekju, bæn og tónlist úr öllum kirkjunum. Auk þess svarar fólk spurningum um vatn og þorsta. Starfsfólk safnaðnna og sjálfboðaliðar tóku þátt og við vonumst til þess að allir geti fundið eitthvað hér við sitt hæfi. Arína Vala Þórðardóttir tók upp myndböndin og sinnti eftirvinnslu. Jóhann Baldvinsson sá um hljóðvinnslu. Henning Emil Magnússon átti hugmyndina og hélt utan um þræðina. Verkefnið er styrkt af Héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis.

henning@gardasokn.is