Helgistundin mín

Kirkjurnar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi hafa um nokkurt skeið unnið að verkefni sem heitir Helgistundin mín. Það hafa verið tekin upp myndbönd á kirkjunum. Hver kirkja hefur sent frá sér tónlistaratriði, hugvekju og bæn auk þess sem einstaklingar sem tengjast kirkjunum hafa svarað spurningum sem tengjast vatni og þorsta. Þemað sem bindur allt saman er einmitt vatn. Vatn tengist lífi og í Biblíunni er það oft einnig tengt anda. Við vonum að allir geti fundið hér eitthvað við sitt hæfi. Smátt og smátt munu fleiri myndbönd og fleiri möguleikar bætast við.

Margrét Gunnarsdóttir, djákni í Bessastaðasókn, fer með bæn. Bænin er kölluð bænaskjöldur heilags Patreks. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi, svarar spurningum um vatn. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

Kamma Níelsdóttir, þátttakandi í safnaðarstarfinu í Vídalínskirkju, og Nina-Grazia H. Andrésdóttir sem mætir í æskulýðsstarfið á Álftanesi hittust í Garðakirkju og svöruðu nokkrum spurningum um vatn. Myndbandið er hluti af samstarfi kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi sem kallast Helgistundin mín.

Bjarni Jónsson, tenór í kór Víðistaðasóknar svarar nokkrum spurningum um vatn og þorsta. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín þar sem þemað er vatn. Tónlist, bænir, hugvekjur og spurningar. Hvenær finnur þú mest fyrir þorsta?

Inga Rut Hlöðversdóttir, kirkjuvörður í Ástjarnarkirkju, flytur bæn. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur í Víðistaðasókn flytur hugvekju út frá Jóhannesarguðspjalli: Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Frá hjarta þess sem trúir á mig munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ Þarna átti hann við andann er þau skyldu hljóta sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín. Hversu mikilvægt er vatnið?

Davíð Sigurgeirsson, tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju, flytur Cavatinu eftir Stanley Myers. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín þar sem þemað er vatn.

Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fjallar um boskap Amosar. Prédikunin er hluti af verkefninu Helgistundin mín. Hvernig tengjast réttlæti og vatn?

Vigdís Jónsdóttir svarar spurningum um vatn. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

 

Hjalti Skaftason svarar nokkrum spurningum um vatn. Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín. Hér segir m.a. af hjólaferð fyrir tíð vatnsbrúsanna.

 

Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir flytja hér ásamt Jóhanni Baldvinssyni, organista Vídalínskirkju, lagið Teardrop. Lagið kom út 1998 og er fyrir löngu orðið sígilt. Þetta er hluti af verkefninu Helgistundin mín þar sem þemað er vatn. Má ekki líta þannig á að tár sé tilfinningahlaðið vatn?

Sr. Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju flytur hugvekju. Hann talar út frá eftirfarandi versi úr Davíðssálmi 23: Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Myndbandið er hluti af samstarfsverkefninu Helgistundin mín.

Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði flytur bæn.

Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, flytur hér sálminn sígilda: Dag í senn. Myndbandið er hluti af samstarfsverkefninu Helgistundin mín.

Sr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju flytur hugvekju út frá texta úr 4. kafla Jóhannesarguðspjalls: Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“ Myndbandið er hluti af verkefninu Helgistundin mín.

 

Matthildur Bjarnadóttir, æskulýðsfulltrúi Vídalínskirkju, flytur hugvekju út frá: Eins og hindin þráir vatnslindir , þráir sál mín þig, ó Guð.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfirði flytur bæn.

Hér flytur sr. Henning Emil Magnússon bæn eftir heilagan Fransis frá Assisi.

Hér flytur sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur hugvekju. Hann leggur út frá textanum: Þér munið með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.

Benedikt Axel Gunnarsson les bæn í Víðistaðakirkju. Bænin varð til sem svar við heimsfaraldrinum.

Lag Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur við ljóð Sigurbjarnar Þorkelssonar. Kór Víðistaðasóknar syngur við meðleik Helgu Þórdísar.

Kirkjurnar í Garðabæ, Hafnarfirði og á Bessastöðum eru að vinna saman að verkefni. Þemað er vatn. Hér má sjá organista Bessastaðakirkju, Víðistaðakirkju og Vídalínskirkju flytja ásamt Særúnu Rúnudóttur söngkonu lagið Hróp mitt er þögult - Lifandi vatnið. Lag Ragnheiðar Gröndal við ljóð Sigurðar Pálssonar. Flutningurinn er fallegur og ríkur af íhugunarþeli. Nú er ykkar að njóta. Mælum með heyrnartólum ef því verður við komið.